17.11.2008 | 10:33
Kirkjan og kynlíf
Á vefsíðu Kistunnar er ítarleg grein eftir Þorvald Kristinsson,
um bók Sólveigar Önnu Bóasdóttur; Ást, kynlíf og hjónaband.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 14:11
Vísindin að baki ríkidæmi; fyrirlestur í Hafnarfirði
Laugardaginn 15. nóvember mun Jón Lárusson þýðandi bókarinnar Vísindin að baki ríkidæmi, halda fyrirlestur um efni bókarinnar, en bókin kom út þann 7. nóvember. Verður fundurinn haldinn í Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði, efri hæð. Eru allir velkomnir á fundinn.
Bókin Vísindin að baki ríkidæmi eftir Wallace D. Wattles kom út árið 1910 og litið er til hennar sem grunnrits í fræðunum um lögmál aðdráttaraflsins. Boðskapur höfundarins er sá að með krafti skapandi hugsunar og í staðfastri trú um að það muni rætast, þá muni einstaklingurinn laða til sín það sem hann hugsar. Wallace bendir á að við eigum ekki að stunda samkeppni heldur eigi einstaklingurinn að miðla öðrum af sínum skapandi krafti, hvetja til dáða og opna nýjar leiðir til að bæta sjálfan sig og veröldina alla.
Þrátt fyrir að bókin sé að nálgast 100 ára aldurinn hafa vinsældir hennar sjaldan verið meir en nú, enda á hinn uppörvandi boðskapur hennar fullt erindi til okkar í dag. Bókin opnar nýjar víddir og upplýsir okkur um krafta sem við almennt gerum okkur ekki grein fyrir að leynast innra með okkur.
Frá því Jón kynntist þessum fræðum fyrst fyrir tæpum 30 árum síðan, hefur hann aflað sér viðamikillar þekkingar á þessu sviði og er nú tilbúinn að miðla þeirri þekkingu til annarra. Eða eins og hann segir sjálfur "Þegar ég lít til baka á þessi 30 ár, þá sé ég að í hvert sinn sem ég hef framkvæmt hluti á hinn ákveðna hátt, þá hefur mér tekist allt það sem ég hef ætlað mér. Að sama skapi hefur verr gengið þegar ég hef horfið af þeirri leið að gera hlutina á hinn ákveðna hátt".
Jón hefur sett upp heimasíðu tileinkaða bókinni: www.rikidaemi.is
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 09:42
Sölkukvöld með Maxine og Dísu
Reikimeistarinn og metsöluhöfundurinn Maxine Gaudio kynnir lífsspeki sína og metsölubókina Ferðalagið að kjarna sjálfsins í Gyllta salnum á Hótel Borg, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20.00.
Auk hennar mun tónlistarkonan Dísa Jakobsdóttir segja frá kynnum sínum af Maxine en hún hefur verið andlegur leiðbeinandi hennar um skeið. Dísa gerði sér sérstaka ferð frá Kaupmannahöfn til að vera með þetta kvöld og mun að sjálfsögðu taka nokkur lög í lokin. Malín Brand, þýðandi bókarinnar, mun lesa upp úr bókinni og segja örstutt frá tengslum sínum við Maxine.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 11:27
Ragnhildur - söngleikur í fjórum þáttum
Riddarar sönsins munu ríða suður yfir heiðar og spila og syngja í Iðnó á miðvikudagskvöld kl. 20:30. Fremstur fer Páll Ólafsson skáld og riddari frá Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Aðrir riddarar eru: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir, söngur, Hjörleifur Valsson, fiðla, Kristinn H. Árnason, gítar, Birgir Bragason, bassi. Í bland við sönginn les Árni Hjartarson úr nýrri ástarljóðabók Páls.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 13:31
Manstu eftir mér?
SOPHIE Kinsella hefur sérhæft sig í samningu gaman- og ástarsagna sem njóta vinsælda víða um heim, einnig hér á landi. Bækur hennar hafa yfirleitt fengið ágæta dóma þeirra gagnrýnenda sem átta sig á gildi skemmtibókmennta. Þekktust er Kinsella fyrir bókaflokk sinn um kaupalkann óborganlega Rebeccu Bloomwood. Hér er Rebecca víðs fjarri og Kinsella á nýjum slóðum í bók sem hefur setið ofarlega á metsölulista Eymundsson undanfarnar vikur.
Í Remember Me? vaknar Lexi til meðvitundar á sjúkrahúsi eftir bílslys. Hún telur sig vera tuttugu og fimm ára og ógifta og blanka en henni er sagt að hún sé tuttugu og átta ára gömul og gift myndarlegum milljarðamæringi. Einmitt draumalífið sem hana hafði alltaf dreymt um. En hið fullkomna líf reynist ekki svo fullkomið. Lexi þarf að takast á við líf sem hún var búin að gleyma og kynnast hinum forríka en gallaða eiginmanni sínum. Hún lendir í sérstæðum aðstæðum þar sem vinir hennar í fyrra lífi snúast gegn henni og hafa sannarlega ástæðu til. Eins og við er að búast kynnist hún karlmanni sem vekur forvitni hennar og ástin virðist á næsta leiti.
Frásögnin einkennist af léttleika og áreynsluleysi sem eru helstu kostir Kinsellu sem höfundar. Hún kemur ekki á óvart en heldur sig á öruggum slóðum notalegrar gamansemi. Bókin er því ágætis skemmtilestur fyrir þá sem leita í góða afþreyingu og vilja ástir, kímni og hæfilega blöndu af misskilningi og spennu.
Þetta er bók sem vekur ljúfar tilfinningar og kemur lesandanum í gott skap. Og svo sannarlega veitir ekki af slíkri upplyftingu nú um stundir.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 15:09
Maxine áritar bækur
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 14:22
Bauð fram aðstoð sína fyrir Íslendinga
Tilgangurinn með komu hennar til Íslands er að hvetja Íslendinga til að halda áfram, bera höfuðið hátt og láta ekki deigan síga þótt á móti blási .
Vegna tengsla hennar við Ísland og mikils áhuga á landi og þjóð þá bauðst hún til að koma hingað og vera með hvetjandi fyrirlestur og miðla af reynslu sinni. Hún hefur séð hina miklu umfjöllun um fjármálakreppuna á Íslandi, og hún upplifir að fréttaflutningur sé nánast eingöngu á neikvæðum nótum.
Með jákvæðum huga hefu Victoriu tekist að þróa öflugar aðferðir til að gæða hversdagslífið töfrum og efla innri frið og hugarró.
Með reynslu sinni og visku miðlar hún á einfaldan og greinargóðan hátt og vísar á leiðir til að öðlast kjark og yfirvegun; sjálfstraust, bjartsýni og vellíðan svo fólk megi njóta hverrar stundar til hins ítrasta.
Victoria hefur gefið út 10 bækur sem fjalla um hennar lífsýn og aðferðir til að lifa lífinu á jákvæðan hátt. Hún er mjög eftirsóttur fyrirlesari í Bandaríkjunum og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um allt landið og raunar víða um heim. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu hennar www.victoriamoran.com.
Hjá Sölku hafa komið út þrjár bækur á íslensku eftir Victoriu. Þær heita; 101 hollráð, Fegraðu líf þitt og Láttu ljós þitt skína.
Victoria hefur áður komið til Íslands og henni þykir vænt um landið. Henni finnst að Íslendingar gætu haft gott af því að fá jákvæða strauma og stuðning frá erlendum aðilum við þetta mótlæti. Þess vegna ákvað hún að koma og vera með hvetjandi fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík næst komandi fimmtudagskvöld. Eins og áður hefur komið fram gerir Victoria þetta að eigin frumkvæði og Íslendingum að kostnaðarlausu. Grand Hótel býður henni upp á gistinguna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:00 og stendur í um það bil klukkustund. Eftir það gefst áheyrendum úr sal tækifæri til að spyrja spurninga. Áformað er að spurningum ljúki klukkan 20:30.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 14:35
Síðasti fyrirlesturinn
Randy Pausch, höfundur bókarinnar, Síðasti fyrirlesturinn (Last Lecture), lést fyrir aldur fram, aðeins 46 ára gamall. Þegar hann fékk að vita að hann ætti örfáa mánuði eftir ólifaða varð honum hugsað til hefðarinnar um síðasta fyrirlesturinn en undir þeirri yfirskrift eru kennarar í bandarískum háskólum beðnir um að líta yfir starfsferil sinn áður en þeir ljúka störfum.
Þegar hann þurfti að kveðja sinn starfsvettvang í Carnegie Mellon háskóla þar sem hann var prófessor í tölvunarfræðum ákvað hann að fjalla um lífsferil sinn í stað starfsferils. Hann beindi þó ekki sjónum sínum að endalokunum heldur mikilvægi þess að stefna að ákveðnu takmarki.
Síðasti fyrirlesturinn hlaut heimsathygli vegna hinna uppörvandi skilaboða sem sett eru fram af einstökum húmor, visku og skilningi á mannlegu eðli.
Ólöf Pétursdóttir þýddi bókina.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2008 | 11:33
Nútíð og framtíð
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina