Leita í fréttum mbl.is

Japanskar konur hraustar og grannar

Japanskar konurÚt er komin bókin Japanskar konur hraustar og grannar hjá bókaforlaginu Sölku. Í bókinni, sem er eftir Naomi Moriyama og William Doyle, fjalla höfundar um af hverju fólkiđ í Japan lifi lengur en annars stađar í veröldinni og af hverju konurnar ţar séu grennri og unglegri. Ţau segja ţađ ekki bara japönskum erfđaeiginleikum ađ ţakka heldur líka matarćđinu og telja ţađ sannađ ađ Vesturlandabúar sem tileinka sér japanskt matarćđi verđi hraustari og grennri.   Í bókinni segir Naomi frá matarmenningu ţjóđar sinnar og hvernig ţau hjónin ađlöguđu japanskt matarćđi vestrćnum lifnađarháttum sínum. Bókin er auk ţess sneisafull af girnilegum, meinhollum og einföldum uppskriftum og fróđleiksmolum um japanskt hráefni og matargerđ.   Naomi Moriyama ólst upp í Tókýó en flutti til Bandaríkjanna ţar sem hún fór í háskólanám og bćtti á sig 12 kílóum! Nokkrum árum síđar fór hún međ amerískum eiginmanni sínum til Tókýó og dvaldi ţar í mánuđ. Fyrr en varđi hrundu kílóin af ţeim báđum án ţess ađ ţau gerđu nokkuđ til ţess. Bókin er í kiljubroti, 273 blađsíđur, og  prentuđ í Finnlandi. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og Salka og GBÓ hönnuđu kápuna. 

Ţýđandinn, Ţóra Sigurđardóttir, er einnig höfundur bókanna; Djöflatertan og Ef ţú bara vissir í samstarfi viđ Mörtu Maríu Jónsdóttur. Hún býr á Bahamas međ eiginmanni sínum Völundi Snć Völundarsyni sem rekur ţar tvo veitingastađi. 

Uppáhaldsbók Nínu

Gaman var ađ sjá í Mogganum í dag ađ uppáhaldsbók Nínu Daggar Filipusdóttur - stórleikkonu, sé Rigning í nóvember eftir Auđi A. Ólafsdóttur. Rigning í nóvember kom út hjá Sölku 2004 og hlaut frábćrar viđtökur.

Borgarbókasafn í Grófinni á Menningarnótt

Audur_Olafskl. 18:30

Auđur Ólafsdóttir rithöfundur les úr verđlaunabók sinni Afleggjarinn, en ţar segir frá ferđum ungs manns á framandi slóđir, í fleiri en einum skilningi. Ófyrirsjáanlegir atburđir taka völdin og söguhetjan ţarf ađ glíma viđ karlmennsku sína, líkama, ást, matargerđ og rósarćkt.


Blálandsdrottningunni fagnađ

blálandsdrottning-kápaÚtgáfu Blálandsdrottningarinnar var fagnađ í blíđskaparveđri á Eyrarbakka, hinum gamla kartöflubć, sunnudaginn 10 ágúst ađ viđstöddum góđum gestum. Gestgjafi var Lýđur Pálsson safnstjóri í Húsinu sem bauđ gesti velkomna og höfundurinn, Hildur Hákonardóttir, sem rakti tilurđ bókarinnar og rifjađi upp atriđi úr sögu rćktunarinnar á stađnum, Magnús Karel skýrđi loks frá hvernig hún mótađi ásýnd ţorpsins á sinni tíđ. Á eftir voru bornar fram léttar veitingar í bođi Sölku, Hússins og kartöflubćnda úr Ţykkvabć.

Í bókinni er m.a. rćtt viđ ţau Guđleifu Friđriksdóttur, Einar Guđmundsson og Guđmund Sćmundsson sem öll ţekktu ţá sögu ţegar Eyrarbakki var einn merkasti kartöflurćktunarstađur landsins. „Hugmyndin kviknađi ţegar ég starfađi sem byggđarsafnsforstjóri í safninu sem ţá var á Selfossi,“ rifjar Hildur upp. „Međal ţess sem ég fjallađi um ţá voru verđlaun dönsku stjórnarinnar sem veitt voru ţeim sem helst sköruđu fram úr í bátasmíđum, túnasléttum og jarđrćkt. Ţá rann upp fyrir mér ađ ţau pössuđu alls ekki viđ ţá söguímynd sem ég hafđi af einberri kúgun. Ţađ sat alltaf í mér.“Ţađ var fyrir átta árum ađ Hildur byrjađi á vinnslu bókarinnar en í millitíđinni sendi hún frá sér tvćr ađrar bćkur, Ćtigarđinn og Já, ég ţori, get og vil. „Ţađ skeđi eiginlega óvart ađ ég gaf út ţessar bćkur,“ segir Hildur en kveđst í upphafi hafa skynjađ ađ saga kartöflunnar á Íslandi vćri á margan hátt sérstök. „Kartöflur komu fyrst hingađ til lands fyrir 250 árum en ţróunin varđ međ nokkuđ öđrum formerkjum og erlendis. Hér studdi hún ekki viđ borgarmyndun og ţví iđnbyltingin var ekki komin á ţađ stig heldur ţorpamyndun ţví hún gaf ţurrabúđarfólki í sjávarplássum tćkifćri á ađ komast af. Bókarnafniđ er tilvísun á fyrstu konuna, Viktoríu Lever, sem rćktađi kartöflur í atvinnuskyni á Akureyri auk ţess ađ vera nafn á fágćtri tegund.


Japanskar konur - hraustar og grannar

aus_bookŢessi frétt kemur okkur hjá Sölku ekkert á óvart ţví bókin Japanskar konur hraustar og grannar sem kemur bráđum út hjá Sölku, fjallar akkúrat um ţađ hvernig japanskt matarćđi og lífstíll halda konum ungum og hraustum. Matarćđi sem samanstendur af smáum skömmtum af grćnmeti, fiskmeti og hrísgrjónum getur ekki veriđ annađ en heilsusamlegt og gott fyrir andann.

 Hćgt er ađ nálgast meiri upplýsingar um bókina á slóđinni www.japanesewomendontgetoldorfat.com


mbl.is Japanskar konur langlífastar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blálandsdrottningin og fólkiđ sem rćktađi kartöflurnar


 

Út er komin bókin Blálandsdrottningin og fólkiđ sem rćktađi kartöflurnarhjá Sölku. Í bókinni er rakin saga rćktunarblálandsdrottning-kápa á Íslandi, og reyndar víđa um heim, međ sérstakri áherslu á upphaf kartöflurćktar. Höfundurinn, Hildur Hákonardóttir, hefur ferđast allt frá Suđur – Ameríku til Eyrarbakka og kynnt sér hvernig fólk ţróađi rćktunarađferđir. Hún fjallar um mismunandi tegundir og hverjar duga best í mismunandi umhverfi. Međ einstökum frumleika og sköpunargleđi tengir hún kartöflurćktun íslenskri menningarsögu og fjallar um merka menn og konur sem lögđu hönd á plóg í beinni og óbeinni merkingu. Ţar má nefna Baldvin Einarsson, Vilhelmínu Lever, Eggert Ólafsson og Elísabetu Englandsdrottningu.

 

Blálandsdrottningin hefur líklega borist hingađ međ frönskum skútum. Hún er ein af mörgum afbrigđum hinnar auđmjúku kartöflu sem hefur veriđ í öndvegi á borđum Íslendinga alla tuttugustu öldina. Nafn bókarinnar vísar ţó einnig til hinnar hugrökku og hjartastóru söguhetju sem varđ fyrst kvenna á Íslandi til ađ hafa tekjur af kartöflurćkt.Bókin kemur út sem sem kilja og er 272 blađsíđur. Hún er prentuđ í Lettlandi og Margrét E. Laxness gerđi kápu, Oddi sá um umbrot en Hildur Hákonardóttir hannađi útlit bókarinnar. Helgi Magnússon hafđi umsjón međ texta.

 

Hildur Hákonardóttir sem einnig er höfundur hinnar sívinsćlu bókar Ćtigarđurinn – handbók grasnytjungs er ţekkt fyrir líflega og grípandi frásagnargleđi. Bókin skartar fjölda litmynda ásamt ítarlegum upplýsingum um heimildir.

 

Bókin kemur út í tilefni 250 ára afmćlis kartöflurćktar á Íslandi og ennfremur er 2008 ár kartöflunnar hjá Sameinuđu ţjóđunum. Hildur mun halda fyrirlestur, um karöflurćkt á Íslandi, í Grasagarđinum í Laugardal, fimmtudaginn 14 ágúst kl. 20:00. Allir velkomnir.

 


Rósaleppar eru verđugt viđfangsefni

 

Ţekkta prjóna-netblađiđ: Knitter´s review gaf Rósaleppa-prjónabókinni hennar Héléne Magnússon góđa dóma. Í greininni segir Lela Nargi frá rósaleppa-prjóni og hvernig konur prjónuđu mynstur inní rođskinnsskónna sína og vönduđu sig mjög ţó svo fáir sem engir myndu nokkurn tímann sjá ţađ - ţví jú, ţađ var huliđ undir iljum fólksins. Hún minnist einnig á ađ ţess konar prjón hafi í raun ekki haft neinn tilgang í nútímanum og var ađ leggjast í gleymsku, ţangađ til Héléne enduruppgötvađi og endurnýjađi mynstriđ. Hún hefur hannađ ótal flíkur, frá peysum ađ vettlingum og ţannig dustađ rykiđ af ţessum ótrúlega fallegu mynstrum.

Lela segir uppskriftirnar vera flóknar, fallegar og hugrakkar og séu ögrandi verkefni fyrir prjónara sem sé tilbúin til ađ prufa eitthvađ nýtt og töfrandi.  

Hćgt er ađ kaupa nýja uppskrift eftir Hélene eingöngu á http://www.lelanarginews.blogspot.com/

portraithm


Valhopp

bookshelf-1-190

Barnabókin Gallop, sem er búin ađ slá svo aldeilis í gegn (er ađ klára sína 34 viku á metsölulista N.Y. Times), kemur út hjá Sölku í haust. Höfundur bókarinnar, Rufus Butler Seder, fann upp sérstaka tćkni sem hann kallar scanimation og minnir á töfrasjónauka sem margir léku međ í ćsku, og han notađi viđ gerđ bókarinnar. Allar bćkurnar eru handgerđar og fór Rufus sérstaklega til Kína til ađ kenna handverksmönnunum ađ búa til bćkurnar. 

Höfundurinn er uppfinningamađur, listamađur, og kvikmyndagerđamađur sem hefur djúpstćđan áhuga á antik- sjónbrenglunar-leikföngum. Hann fann einnig upp Lifetiles/lífflísar, veggmyndir gerđar úr glerflísum sem virđast lifna viđ ţegar áhorfandi gengur fram hjá ţeim; ţćr eru til sýnis á Smithsonian safninu í Bandaríkjunum

Hver einasta blađsíđa í Valhoppi er undur útaf fyrir sig og ţar koma m.a. til sögunnar valhoppandi hestur og skjaldbaka sem syndir upp blađsíđuna, hundur sem hleypur, köttur sem stekkur og fiđrlildi blakar vćngjum.

 

 

Eigum viđ orđ?

dagatasVegna ţess hve dagatalsbókin Konur eiga orđiđ 2008 fékk frábćrar viđtökur hefur bókaútgáfan Salka ákveđiđ ađ gefa út ađra dagatalsbók fyrir 2009 og leitar nú ađ konum sem vilja vera međ í henni. Viđbrögđin hafa ekki stađiđ á sér og enn má bćta viđ áđur en fresturinn rennur út. Salka auglýsir eftir einni til tveimur setningum frá konum á öllum aldri, međ mismunandi reynslu, starf og lífsstíl. Ţetta ţurfa ekki ađ vera langar eđa heimspekilegar hugleiđingar heldur eru ţađ hugrenningabrot og stemmning sem viđ sćkjumst eftir. Ykkur er algerlega í sjálfsvald sett hvađ ţiđ skrifiđ um; svo lengi sem ţađ er frá eigin brjósti. Ţiđ getiđ skrifađ um hvađ sem er ... hvort sem ţađ er um pípulagnir, skýjafar, stjórnmál eđa tilfinningar: Ţiđ eigiđ orđiđ.

Viđ förum yfir allar innsendar hugleiđingar og veljum ţćr sem okkur finnst henta best í bókina. Eftir ađ hafa valiđ 64 hugleiđingar (í byrjun hverrar viku og mánađar)látum viđ viđkomandi vita og sendum hugleiđinguna međ ţeirri mynd sem hönnuđurinn - Myrra Leifsdóttir - velur henni.
Hugleiđingum er skilađ á kristin@salkaforlag.is og ef ţú vilt kynna ţér verkefniđ frekar ţá kíktu á heimasíđu dagbókarinnar: www.konureigaordid.is.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                           

 

                    


Afleggjarinn kvikmyndađur

nullFramleiđslufyrirtćkiđ WhiteRiver Productions, í eigu Elfars Ađalsteinssonar og Önnu Maríu Pitt, hefur keypt kvikmyndaréttinn ađ skáldsögunni Afleggjarinn eftir Auđi A. Ólafsdóttur sem á dögunum fékk bćđi Menningarverđlaun DV í bókmenntum 2008 og Bókmenntaverđlaun kvenna, Fjöruverđlaunin, fyrir bókina.

Höfundurinn gerđi einnig samning um ađ koma ađ handritsgerđ kvikmyndarinnar og er sú vinna ţegar hafin. Ráđgert er ađ handritsvinnu ljúki í haust.

Verkefniđ er viđamikiđ og munu bćđi íslenskir og erlendir ađilar koma ađ gerđ myndarinnar. Leikarahópurinn mun einnig verđa alţjóđleg blanda, en höfuđpersóna bókarinnar er kornungur fađir sem eignast ,,guđdómlegt" stúlkubarn međ vinkonu vinar síns. Ţegar barniđ er nokkurra mánađa tekst hann á hendur ćvintýralega ferđ til ađ rćkta rósir í fjarlćgum klausturgarđi. Á hinum framandi stađ stendur söguhetjan andspćnis áleitnum spurningum um tilvist mannsins, líkama og dauđa. Ađrar helstu persónur bókarinnar eru kaţólskur prestur sem talar 34 tungumál, stúlkubarniđ guđdómlega sem á sér tvífara í gamalli altaristöflu í ţorpinu, ađ ógleymdri móđurinni sem er ađ lćra mannerfđafrćđi en langar ađ gera ýmislegt áđur en hún tekst á viđ móđurhlutverkiđ.

Áćtlađ er ađ tökur á Afleggjaranum muni hefjast í lok nćsta árs og fara fram bćđi á Íslandi og í suđur Evrópu ţar sem bókin gerist ađ stórum hluta til í litlu ţorpi á fjarlćgum stađ.


mbl.is Rósir, kynlíf og dauđinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bćkur

Nýjar bćkur

  • Rafn Hafnfjörđ og Ari Trausti Guđmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferđahandbók međ yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörđ međ texta eftir Ara Trausta Guđmundson
    *****

Tónhlađa

Heiđdís Norđfjörđ - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband