27.5.2008 | 13:26
Nýjar/gamlar bækur
Í vikunni koma úr prentun tvær bækur sem við erum að endurútgefa. Það eru bækurnar Heimkoma eftir John Bradshaw og Töfrar 1-2-3 eftir Thomas W. Phelan. Báðum bókunum er ætlað það hlutverk að aðstoða einstaklinga við að takast á við ákveðin vandamál; Heimkoman kennir okkur að nálgast barnið innra með okkur og Töfrar 1-2-3 sýnir fram á hvernig hægt er að ala upp og aga börn á sem áhrifaríkastan máta.
Töfrar 1-2-3 kemur aftur út hjá Sölku sökum mikillar eftirspurnar og hefur hún verið uppseld í nokkurn tíma. Hún hjálpar foreldrum sem eiga börn með hegðunarvandamál og í henni er að finna ótal góð ráð um t.d. hvernig má fá börn til að HÆTTA þegar þau ganga of langt og hvernig hægt sé að fá börn til að BYRJA á því sem þau eiga að gera eins og að taka til í herberginu sínu og læra heima. Í bókinni er fjallað af glöggu innsæi um það erfiða verkefni að ala upp börn. Góð reynsla er komin á aðferðina sem í henni er kynnt og vísar hún á auðfarna leið til að aga upp börn á aldrinum 2ja - 12 ára án þess að skammast, þræta eða beita valdi. Einnig er sýnt fram á að þögnin getur verið áhrifaríkari en orð. Höfundur bókarinnar Dr. Thomas W. Phelan hefur sérþekkingu á agamálum og athyglisbresti hjá börnum og oft er leitað til hans af fjölmiðlum og til að halda fyrirlestra um málið.
Önnur bókin er Heimkoman sem kom fyrst út á Íslandi árið 1994 í þýðingu Sigurðar Bárðarsonar hjá forlaginu Andakt. John Bradshaw höfundur bókarinnar er vinsæll sjónvarpsmaður og sjálfshjálparsérfræðingur, kom hugtakinu um hið innra barn á kortið og hefur gefið út fjórar aðrar metsölubækur. Hann hefur upplifað flest sem hann skrifar um því hann elst upp hjá brotinni fjölskyldu þar sem faðirinn er alkahólisti sem yfirgefur fjölskylduna en hann sjálfur nær miklum árangri í skóla en er jafnframt stjórnlaus táningur sem á endanum verður virkur alkahólisti. Bradshaw tekst á við fíknina drakk sinn síðasta drykk þann 11. desember 1968.
Síðustu 25 ár hefur Bradshaw unnið sem trúarfræðingur, ráðgjafi, stjórnunarfræðingur og fyrirlesari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.