Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
26.11.2008 | 15:12
Sölkukvöld 27. nóvember á Café Loka – Lokastíg 28
Að þessu sinni verður Sölkukvöldið tileinkað bókum sem eiga það sameiginlegt að spyrja spurninga og varpa nýju ljósi á söguna. Bækurnar sem kynntar verða eru:
Ást, kynlíf og hjónaband eftir dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur. Sólveig Anna veltir því m.a. fyrir sér hvort kristin kynlífssiðfræði torveldi konum og börnum að ráða yfir eigin líkama og hvetji til ofbeldis gegn þeim.
María Magdalena vændiskona eða vegastjarna eftir sr. Þórhall Heimisson. Hver var María Magdalena? Hvers vegna hvílir svo mikill leyndardómur yfir sögu hennar og hvers vegna hafa svo margir augljóslega lagt mikið á sig til að hylja sporin sem hún markaði?
Blálandsdrottningin eftir Hildi Hákonardóttur. Þar er á nýstárlegan hátt rakin saga kartöflunnar og þetta kvöld beinir Hildur sjónum að því þegar Van Gogh ætlaði að gera vinkonu sinni kartöflunni greiða en endaði með því að gera henni óleik.
Slæðusviptingar eftir Höllu Gunnarsdóttur blaðamann. Bókin er ferðasaga sem byggist á viðtölum við þrettán íranskar konur um líf þeirra og störf. Lesandinn kynnist sögu og menningu fólksins sem byggir þetta umtalaða land og aðstæðum kvenna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 10:01
Hvar er systir mín
eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur fær prýðisdóma á bókmenntavef Borgarbókasafnsins. Bókina dæmir Úlfhildur Dagsdóttir og segir hún meðal annars:
Það er alltaf forvitnilegt að lesa bækur eftir nýja höfunda og ég get ekki annað en fagnað sérstaklega þeim höfundum sem sinna íslenskum afþreyingarskrifum. Það er aðallega glæpasagan sem hefur vaxið að virðingu undanfarin ár og er nú svo komið að nýjir höfundar koma reglulega fram, auk þess sem höfundar sem eru ekki endilega þekktir fyrir glæpasögur spreyta sig á forminu. Sagan Hvar er systir mín? er eftir nýjan höfund, Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur, en hún hefur áður sent frá sér skáldsöguna Annað tækifæri (2004) sem mun einnig hafa verið spennusaga.
Hægt er að skoða ritdóminn hérna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 11:59
Fyrsti bókadómur vetrarins
Á hinn frábæra bókmenntavef Borgarbókasafnsins www.bokmenntir.is/ er nú kominn dómur um spennusöguna Martröð. Martröð er bók fyrir unglinga eftir Hallveigu Thorlacius og hún fær afbragðs dóma hjá Kristínu Viðarsdóttur.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 12:23
Bulgari sambandið - útvarpssagan á Rás 1
Bulgari sambandið eftir Fay Weldon er útvarpsaga mánaðarins á Rás 1. Þórunn Hjartardóttir þýddi bókina og les hún einnig.
Bulgari sambandið er jafn ekta og skartgripirnir frá Bulgari. Þetta er saga um ástir og örlög, afbrýði, losta og græðgi. Völd, hefnd, mútur og mafíu, nunnur og drauga. Konur og karlar takst á, atburðarásin er ófyrirsjáanleg og loks stendur ekki steinn yfir steini. Húmorinn og háðið sem Fay Weldon er frægust fyrir er allsráðandi. Henni er ekkert heilagt!
Bulgari sambandið kom út hjá Sölku 2004 og fæst í vefverslun Sölku.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 14:43
Karlakvöld á Kringlukránni
Fimmtudagskvöldið 20. nóvember ætlar Salka að halda upplestrarkvöld á Kringlukránni, þar sem lesið verður uppúr útkomnum bókum. Meðal gesta verður Ari Kr. Sæmundsen, sem sendi frá sér smásagnasafnið Með stein í skónum síðastliðið sumar. Haraldur Jónsson þýðandi Hugmyndabókarinnar og Jón Lárusson þýðandi bókarinnar Vísindin að ríkidæmi munu einnig lesa upp og kynna þýðingar sínar. Jafnframt mun stórleikarinn Sigurður Skúlasaon lesa uppúr metsölubókinni Síðasti fyrirlesturinn. Svo munu trúbatrixurnar Myrra og Elíza bæta kvenlegu kryddi í blönduna og spila nokkur lög.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 10:33
Kirkjan og kynlíf
Á vefsíðu Kistunnar er ítarleg grein eftir Þorvald Kristinsson,
um bók Sólveigar Önnu Bóasdóttur; Ást, kynlíf og hjónaband.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 14:11
Vísindin að baki ríkidæmi; fyrirlestur í Hafnarfirði
Laugardaginn 15. nóvember mun Jón Lárusson þýðandi bókarinnar Vísindin að baki ríkidæmi, halda fyrirlestur um efni bókarinnar, en bókin kom út þann 7. nóvember. Verður fundurinn haldinn í Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði, efri hæð. Eru allir velkomnir á fundinn.
Bókin Vísindin að baki ríkidæmi eftir Wallace D. Wattles kom út árið 1910 og litið er til hennar sem grunnrits í fræðunum um lögmál aðdráttaraflsins. Boðskapur höfundarins er sá að með krafti skapandi hugsunar og í staðfastri trú um að það muni rætast, þá muni einstaklingurinn laða til sín það sem hann hugsar. Wallace bendir á að við eigum ekki að stunda samkeppni heldur eigi einstaklingurinn að miðla öðrum af sínum skapandi krafti, hvetja til dáða og opna nýjar leiðir til að bæta sjálfan sig og veröldina alla.
Þrátt fyrir að bókin sé að nálgast 100 ára aldurinn hafa vinsældir hennar sjaldan verið meir en nú, enda á hinn uppörvandi boðskapur hennar fullt erindi til okkar í dag. Bókin opnar nýjar víddir og upplýsir okkur um krafta sem við almennt gerum okkur ekki grein fyrir að leynast innra með okkur.
Frá því Jón kynntist þessum fræðum fyrst fyrir tæpum 30 árum síðan, hefur hann aflað sér viðamikillar þekkingar á þessu sviði og er nú tilbúinn að miðla þeirri þekkingu til annarra. Eða eins og hann segir sjálfur "Þegar ég lít til baka á þessi 30 ár, þá sé ég að í hvert sinn sem ég hef framkvæmt hluti á hinn ákveðna hátt, þá hefur mér tekist allt það sem ég hef ætlað mér. Að sama skapi hefur verr gengið þegar ég hef horfið af þeirri leið að gera hlutina á hinn ákveðna hátt".
Jón hefur sett upp heimasíðu tileinkaða bókinni: www.rikidaemi.is
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 09:42
Sölkukvöld með Maxine og Dísu
Reikimeistarinn og metsöluhöfundurinn Maxine Gaudio kynnir lífsspeki sína og metsölubókina Ferðalagið að kjarna sjálfsins í Gyllta salnum á Hótel Borg, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20.00.
Auk hennar mun tónlistarkonan Dísa Jakobsdóttir segja frá kynnum sínum af Maxine en hún hefur verið andlegur leiðbeinandi hennar um skeið. Dísa gerði sér sérstaka ferð frá Kaupmannahöfn til að vera með þetta kvöld og mun að sjálfsögðu taka nokkur lög í lokin. Malín Brand, þýðandi bókarinnar, mun lesa upp úr bókinni og segja örstutt frá tengslum sínum við Maxine.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 11:27
Ragnhildur - söngleikur í fjórum þáttum
Riddarar sönsins munu ríða suður yfir heiðar og spila og syngja í Iðnó á miðvikudagskvöld kl. 20:30. Fremstur fer Páll Ólafsson skáld og riddari frá Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Aðrir riddarar eru: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir, söngur, Hjörleifur Valsson, fiðla, Kristinn H. Árnason, gítar, Birgir Bragason, bassi. Í bland við sönginn les Árni Hjartarson úr nýrri ástarljóðabók Páls.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 13:31
Manstu eftir mér?
SOPHIE Kinsella hefur sérhæft sig í samningu gaman- og ástarsagna sem njóta vinsælda víða um heim, einnig hér á landi. Bækur hennar hafa yfirleitt fengið ágæta dóma þeirra gagnrýnenda sem átta sig á gildi skemmtibókmennta. Þekktust er Kinsella fyrir bókaflokk sinn um kaupalkann óborganlega Rebeccu Bloomwood. Hér er Rebecca víðs fjarri og Kinsella á nýjum slóðum í bók sem hefur setið ofarlega á metsölulista Eymundsson undanfarnar vikur.
Í Remember Me? vaknar Lexi til meðvitundar á sjúkrahúsi eftir bílslys. Hún telur sig vera tuttugu og fimm ára og ógifta og blanka en henni er sagt að hún sé tuttugu og átta ára gömul og gift myndarlegum milljarðamæringi. Einmitt draumalífið sem hana hafði alltaf dreymt um. En hið fullkomna líf reynist ekki svo fullkomið. Lexi þarf að takast á við líf sem hún var búin að gleyma og kynnast hinum forríka en gallaða eiginmanni sínum. Hún lendir í sérstæðum aðstæðum þar sem vinir hennar í fyrra lífi snúast gegn henni og hafa sannarlega ástæðu til. Eins og við er að búast kynnist hún karlmanni sem vekur forvitni hennar og ástin virðist á næsta leiti.
Frásögnin einkennist af léttleika og áreynsluleysi sem eru helstu kostir Kinsellu sem höfundar. Hún kemur ekki á óvart en heldur sig á öruggum slóðum notalegrar gamansemi. Bókin er því ágætis skemmtilestur fyrir þá sem leita í góða afþreyingu og vilja ástir, kímni og hæfilega blöndu af misskilningi og spennu.
Þetta er bók sem vekur ljúfar tilfinningar og kemur lesandanum í gott skap. Og svo sannarlega veitir ekki af slíkri upplyftingu nú um stundir.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina