Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
30.5.2008 | 11:20
Hinn almenni bloggari rýnir í Afleggjarann
Ekki eru eingöngu mikilsvirtir gagnrýnendur á bókmenntasíðum markátakandi, heldur hefur fólkið af götunni líka sitt að segja um bókmenntir heimsins. Skoðun Jóns og séra Jóns eru báðar jafnmikilvægar og því er einstaklega gaman að rekast á greinargerð óbreytts borgara um eina af bókina okkar.
Óli Ágústar las Afleggjaran eftir Auði A. Ólafsdóttur, sem var að koma út á kilju, og hafði ánægju af, segir söguna og málfarið búa yfir dásamlegum þokka og ennfremur að Auður sé frábær rithöfundur. Hægt er að lesa gagnrýnina í smáatriðum hér.
Bækur | Breytt 4.6.2008 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 10:12
Gagnrýni af Kistunni
Helga Birgisdóttir bókagagnrýnandi hjá Kistunni.is hafði bara fallega hluti um Einstaka mömmu að segja þegar hún fjallaði um hana fyrr í vetur. Einstök mamma er eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing og hlaut barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur um daginn.
svona hljómar gagnrýnin;
Ljúf og falleg saga |
með indælum myndum |
Einstök mamma er ljúf saga um litla stúlku, Ásdísi, sem á heyrnalausa móður. Bókin samanstendur af nokkrum sjálfstæðum frásögnum sem, eins og fram kemur í eftirmála, hafa þann tilgang að auka skilning og vekja börn til umhugsunar um að ekki eru allir foreldrar eins (36). Sagan fjallar að mestu um upplifun Ásdísar af því að eiga heyrnarlausa móður og sagt er frá vandamálum, eða öllu heldur áskorunum, sem því fylgir. Tungumál heyrnarlausa er einnig til umfjöllunar. Krökkunum í hverfinu finnst mamma Ásdísar tala undarlega og telpunni finnst gaman að kunna nokkuð svona sérstakt en verður stundum þreytt á því að fólk skuli í sífellu vera að undra sig á móður hennar eða spyrja um hana.
|
Sagan er ljúf og ágætlega skemmtileg og eins og fram kemur í kaflanum Nýir nágrannar tala ekki allir eins en það er bara allt í lagi. Textinn rennur ljúflega áfram, en er svolítið fullorðinslegur miðað við hvað Ásdís virðist eiga að vera ung, en slíkt er raunar alvanalegt með boðskapsbækur á borð við Einstaka mömmu. Myndir Margrétar E. Laxness eru venju samkvæmt fallegar og styðja vel við textann. Það er mikilvægt að gleyma því ekki þegar bækur á borð við Einstaka mömmu eru annars vegar, bækur sem fullorðnir lesa vanalega fyrir börn, að myndirnar á hverri síðu verða að endurspegla og allra helst bæta einhverju við textann. Margréti tekst það verkefni með miklum ágætum og sérstaklega hafði ég gaman að af myndunum þar sem hún teiknar fjölskyldumeðlimi að tala táknmál. Þessar myndir og stafróf táknmálsins sem er einnig að finna í bókinni koma kannski til með að hvetja ung börn til að æfa sig í að stafa, eða jafnvel læra nokkur orð, á táknmáli.
|
Helga Birgisdóttir |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 10:34
á Skörinni
Sýningin er opin virka daga frá kl. 9.00 til 18.00 og fimmtudaga til kl. 22.00 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12.00 17.00.
Sýningin stendur til 16. júni 2008
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 09:06
Garður guðsmóður
Skemmtileg tilviljun því við gáfum einmitt út bók um þessa eyju fyrir tveimur árum. Hana skrifaði hin mikli Grikklandsáhugamaður Sigurður A. Magnússon og hún heitir Garður guðsmóður - munkaríkið Aþos Elsta lýðveldi í heimi. Sigurður hefur tvívegis sótt heim munkaríkið Aþos og í bókinni segir hann frá ferðunum á þessar ævintýraslóðir þar sem tíminn stendur í stað.
Gríska munkríkið Aþos er einstakt í veröldinni. Þó að María guðsmóðir sé verndari þess hefur ekkert kvenkyns (nema fuglar og flugur) mátt koma þar inn fyrir landamærin síðan ríkið var stofnað árið 963. Frá Aþosfjalli teygir sig í norður 60 kílómetra langur skagi og eftir honum endilöngum rís samfelldur fjallgarður. Í snarbröttum hlíðum hans og dalverpum standa á víð og dreif umfangsmikil klaustur sem minna á rammgera miðaldakastala og einsetumannakofar sem mynda lítil þorp eða hanga utan í fjallshlíðunum. Á 13du öld voru klaustrin 200 talsins, en ekki nema 20 í lok 14du aldar. Hefur sú tala haldist óbreytt fram á þennan dag. Fjöldi munka hefur verið breytilegur, til að mynda voru þeir 7.432 árið 1903, en eru nú innan við 2000. Aþos var skráð númer 179 á heimsminjaskrá UNESCO árið 1988. Áður fyrr gátu gestir dvalist á Aþos sér að kostnaðarlausu eins lengi og þá lysti, en nú eru dvalarleyfi einungis veitt til fjögurra daga og eins og gefur að skilja er aðeins tekið á móti karlmönnum.
Hægt er að nálgast bókina á www.salkaforlag.is
Þúsund ára gamalt kvennabann brotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 13:26
Nýjar/gamlar bækur
Í vikunni koma úr prentun tvær bækur sem við erum að endurútgefa. Það eru bækurnar Heimkoma eftir John Bradshaw og Töfrar 1-2-3 eftir Thomas W. Phelan. Báðum bókunum er ætlað það hlutverk að aðstoða einstaklinga við að takast á við ákveðin vandamál; Heimkoman kennir okkur að nálgast barnið innra með okkur og Töfrar 1-2-3 sýnir fram á hvernig hægt er að ala upp og aga börn á sem áhrifaríkastan máta.
Töfrar 1-2-3 kemur aftur út hjá Sölku sökum mikillar eftirspurnar og hefur hún verið uppseld í nokkurn tíma. Hún hjálpar foreldrum sem eiga börn með hegðunarvandamál og í henni er að finna ótal góð ráð um t.d. hvernig má fá börn til að HÆTTA þegar þau ganga of langt og hvernig hægt sé að fá börn til að BYRJA á því sem þau eiga að gera eins og að taka til í herberginu sínu og læra heima. Í bókinni er fjallað af glöggu innsæi um það erfiða verkefni að ala upp börn. Góð reynsla er komin á aðferðina sem í henni er kynnt og vísar hún á auðfarna leið til að aga upp börn á aldrinum 2ja - 12 ára án þess að skammast, þræta eða beita valdi. Einnig er sýnt fram á að þögnin getur verið áhrifaríkari en orð. Höfundur bókarinnar Dr. Thomas W. Phelan hefur sérþekkingu á agamálum og athyglisbresti hjá börnum og oft er leitað til hans af fjölmiðlum og til að halda fyrirlestra um málið.
Önnur bókin er Heimkoman sem kom fyrst út á Íslandi árið 1994 í þýðingu Sigurðar Bárðarsonar hjá forlaginu Andakt. John Bradshaw höfundur bókarinnar er vinsæll sjónvarpsmaður og sjálfshjálparsérfræðingur, kom hugtakinu um hið innra barn á kortið og hefur gefið út fjórar aðrar metsölubækur. Hann hefur upplifað flest sem hann skrifar um því hann elst upp hjá brotinni fjölskyldu þar sem faðirinn er alkahólisti sem yfirgefur fjölskylduna en hann sjálfur nær miklum árangri í skóla en er jafnframt stjórnlaus táningur sem á endanum verður virkur alkahólisti. Bradshaw tekst á við fíknina drakk sinn síðasta drykk þann 11. desember 1968.
Síðustu 25 ár hefur Bradshaw unnið sem trúarfræðingur, ráðgjafi, stjórnunarfræðingur og fyrirlesari.
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 11:18
Draumaveröld kaupalkans verður að kvikmynd.
Verið er að kvikmynda fyrstu bókina um Becky Bloomwood. Isla Fisher (barnsmóðir Borats og Ali G) mun leika hana en hún er upprunalega frá Ástralíu og lék í sápunni Home and Away og nýlega í myndinni Definitely Maybe.
Becky Bloomwood breytir um þjóðerni og verður amerísk í myndinni en mun annars vera við sama heygarðshornið. Hugh Dancy leikur Luke Brandon en hann lék einmitt í myndinni um Jane Austin leshringinn og er ekki ómyndarlegur maður, einnig eru Joan Cusak og John Goodman með hlutverk ásamt fleirum.
Salka er að leggja lokahönd á endurprentun bókarinnar þar sem hún er uppseld hjá hjá forlaginu. Bókin verður þá með nýrri kápu. Svo er Ragnheiður Bjarnadóttir að byrja á þýðingu á annarri bókinni sem er Shopaholic goes abroad og megum við eiga von á henni næsta vetur.
Sophie Kinsella mamma Kaupalkans hefur skrifað fimm bækur um hana og þrjár aðrar sem koma kaupalkanum ekkert við en eru mjög skemmtilegar engu að síður. Hún heldur úti öflugri heimasíðu
Bækur | Breytt 27.5.2008 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 12:12
Eat Pray Love
Elizabeth Gilbert höfundur Eat pray love var valin 67 áhrifaríkasta kona árins 2008 af Time tímaritinu bandaríska. Bókin hefur farið sem eldur um sinu um heiminn síðan hún var gefin út í fyrra. Dalai Lama er talinn áhrifaríkastur og í 100 (síðasta) sæti er tölvubloggari að nafni Michael Arrington - sem ku vera aðalfrétta(slúður)beri tækninýjunga frá Sílíkondal.
Eat pray love fjallar um ferðalag sjálfsuppgötvunar eftir að höfundur lendir í erfiðum skilnaði. Hún hefur verið bók mánaðarins hjá Opruh og hún var með heilan þátt um bókina um daginn og átti varla nógu sterk lýsingarorð yfir hvað þetta væri frábær bók.
Herdís Hübner er að þýða hana fyrir okkur og mun hún væntalega verða tilbúin til útgáfu í haust.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 10:30
Ísland í fókus
Focus on Iceland er bók um Ísland og samanstendur af 600 myndum eftir Rafn Hafnfjörð og meðfylgjandi texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Rafn hefur tekið íslenskar landslagsmyndir síðan 1955 og þær prýða allt frá bæklingum, póstkortum, dagatölum og frímerkjum. Árið 1998 vann hann sér til frægðar að 32 myndir eftir hann skreyttu kaffirjóma-fernur sem dreifðar voru á flugvöllum, hótelum og veitingastöðum vítt og breitt um Evrópu.
Ari Trausti ritar texta við allar myndirnar og reynir að þýða flest örnefni og útskýra söguleg og landfræðileg merkilegheit viðkomandi staðar. Svona ferðast þeir mátar hringinn í kringum og að afkimum Íslands og varla er til sú þúfa sem ekki er tekin fyrir. Bókin er á ensku og er markvisst skrifuð fyrir ferðamenn og aðra áhugasama um náttúru og landslag Ísland.
En fyrir ykkur hin sem ekki hafið áhuga á hefðbundinni ferðamennsku þá erum við hjá Sölku að undirbúa útgáfu annarrar bókar um Ísland. Hún heitir 50 crazy things to do in Iceland og fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um öðruvísi ferðamennsku. Meðal óvenjulegra leiða til að athafna sig er bent á hægt sé að synda í N - Atlandshafi, fara í skyrkast eða finna sálufélaga sinn í íslenskri náttúru næturlífsins.
Snæfríður Ingadóttir lét sér detta 50 hugmyndir í hug og Þorvaldur Kristmundsson ljósmyndaði þær.
50 crazy things to do in Iceland kemur út í næstuviku.
Bækur | Breytt 27.5.2008 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 13:08
Hvernig tengjast Listahátíð og Salka?
svar: Haraldur Jónsson myndlistamaður þýddi hina mjög svo innblásandi Hugmyndabók og hann tekur einnig þátt í Tilraunamaraþoninu í Hafnarhúsinu sem er partur af Listahátið 2008.
Haraldur er mikilsvirtur myndlistamaður og hefur auk þess að taka þátt í Listahátið, haldið margar sýningar og þar af var einni að ljúka í Köln.
Fredrik Härén höfundur Hugmyndabókarinnar hefur verið iðinn við kolann og er búinn að gefa út þrjár aðrar Hugmyndabækur; Hugmyndabók 2, - sem er framhald af þeirri fyrstu. Hérvinna, - sem fjallar um að besta vinnuumhverfð er þar sem manni líður best og Hugmyndabók fyrir foreldra, sem fjallar ekki um hvernig best sé að fá hugmyndir til að gera eitthvað með börnunum heldur hvernig hægt sé að láta börnin blása sér hugmynda-anda í brjóst.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Hugmyndabókarinnar www.intersting.org
Bækur | Breytt 19.5.2008 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina