4.12.2008 | 13:46
Mikill fengur
Bók Þórhalls Heimisson um Maríu Magdalenu fær afburða dóma í bókarblaði Dv í dag. Þar segir gagnrýnandinn Jón. Þ. Þór
Að mínu viti er sérstakur fengur að því að íslenskur fræðimaður taki sig til og skrifi frumsamið verk um sögu fornaldar og evrópska menningarsögu. Slíkt hefur ekki verið á hverju strái á undanförnum árum, en guð láti gott vita.
María Magdalena, vegastjarna eða vændiskona hefur vakið mikla athygli og Þórhallur þeysist nú um stór-höfuðborgarsvæðið gjörvalt og les uppúr bókinni sinni fyrir þá sem á vilja hlýða.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 11:36
Upplestrar víða um land
Spútnik höfundarnir Ari Kr. Sæmundsen og Eyrún Ýr Tryggvadóttir ferðast nú víða og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.
Ari las upp úr smásagnasafni sínu Með stein í skónum í Hjartavernd í morgun og var þar í góðum félagsskap Árna Þórarinssonar og Auðar Jónsdóttur. Með stein í skónum er farinn í aðra prentun og má því segja að eftirspurnin sé mikil.
Eyrún er fulltrúi okkar norðan lands og las hún uppúr bók sinni - spennukrimmanum Hvar er systir mín á Amtbókasafninu á Akureyri. Eyrún stóð sig mjög vel í upplestrinum og þeir sem voru á svæðinu voru mjög ánægðir og skemmtilegar umræður spunnust.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2008 | 14:30
Stund milli stríða
Sölkukvöld 4. desember á Café Loka Lokastíg 28
- Vilborg Dagbjartsdóttir les uppúr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyðingastúlku á tímum síðari heimstyrjaldarinnar
- Auður Ólafsdóttir les uppúr bók sinni Afleggjarinn, sem tilnefnd er til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009.
- Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona les uppúr bókunum Hvar er systir mín og Borða, biðja, elska.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 13:58
Auður tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna.
Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits uppúr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar.
Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, m.a. við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla.
Íslensku dómnefndina skipa þau Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg, rithöfundur. Varamaður er Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur.
Bækur Auðar og Sigurbjargar tilnefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 15:12
Sölkukvöld 27. nóvember á Café Loka – Lokastíg 28
Að þessu sinni verður Sölkukvöldið tileinkað bókum sem eiga það sameiginlegt að spyrja spurninga og varpa nýju ljósi á söguna. Bækurnar sem kynntar verða eru:
Ást, kynlíf og hjónaband eftir dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur. Sólveig Anna veltir því m.a. fyrir sér hvort kristin kynlífssiðfræði torveldi konum og börnum að ráða yfir eigin líkama og hvetji til ofbeldis gegn þeim.
María Magdalena vændiskona eða vegastjarna eftir sr. Þórhall Heimisson. Hver var María Magdalena? Hvers vegna hvílir svo mikill leyndardómur yfir sögu hennar og hvers vegna hafa svo margir augljóslega lagt mikið á sig til að hylja sporin sem hún markaði?
Blálandsdrottningin eftir Hildi Hákonardóttur. Þar er á nýstárlegan hátt rakin saga kartöflunnar og þetta kvöld beinir Hildur sjónum að því þegar Van Gogh ætlaði að gera vinkonu sinni kartöflunni greiða en endaði með því að gera henni óleik.
Slæðusviptingar eftir Höllu Gunnarsdóttur blaðamann. Bókin er ferðasaga sem byggist á viðtölum við þrettán íranskar konur um líf þeirra og störf. Lesandinn kynnist sögu og menningu fólksins sem byggir þetta umtalaða land og aðstæðum kvenna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 10:01
Hvar er systir mín
eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur fær prýðisdóma á bókmenntavef Borgarbókasafnsins. Bókina dæmir Úlfhildur Dagsdóttir og segir hún meðal annars:
Það er alltaf forvitnilegt að lesa bækur eftir nýja höfunda og ég get ekki annað en fagnað sérstaklega þeim höfundum sem sinna íslenskum afþreyingarskrifum. Það er aðallega glæpasagan sem hefur vaxið að virðingu undanfarin ár og er nú svo komið að nýjir höfundar koma reglulega fram, auk þess sem höfundar sem eru ekki endilega þekktir fyrir glæpasögur spreyta sig á forminu. Sagan Hvar er systir mín? er eftir nýjan höfund, Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur, en hún hefur áður sent frá sér skáldsöguna Annað tækifæri (2004) sem mun einnig hafa verið spennusaga.
Hægt er að skoða ritdóminn hérna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 11:59
Fyrsti bókadómur vetrarins
Á hinn frábæra bókmenntavef Borgarbókasafnsins www.bokmenntir.is/ er nú kominn dómur um spennusöguna Martröð. Martröð er bók fyrir unglinga eftir Hallveigu Thorlacius og hún fær afbragðs dóma hjá Kristínu Viðarsdóttur.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 12:23
Bulgari sambandið - útvarpssagan á Rás 1
Bulgari sambandið eftir Fay Weldon er útvarpsaga mánaðarins á Rás 1. Þórunn Hjartardóttir þýddi bókina og les hún einnig.
Bulgari sambandið er jafn ekta og skartgripirnir frá Bulgari. Þetta er saga um ástir og örlög, afbrýði, losta og græðgi. Völd, hefnd, mútur og mafíu, nunnur og drauga. Konur og karlar takst á, atburðarásin er ófyrirsjáanleg og loks stendur ekki steinn yfir steini. Húmorinn og háðið sem Fay Weldon er frægust fyrir er allsráðandi. Henni er ekkert heilagt!
Bulgari sambandið kom út hjá Sölku 2004 og fæst í vefverslun Sölku.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 14:43
Karlakvöld á Kringlukránni
Fimmtudagskvöldið 20. nóvember ætlar Salka að halda upplestrarkvöld á Kringlukránni, þar sem lesið verður uppúr útkomnum bókum. Meðal gesta verður Ari Kr. Sæmundsen, sem sendi frá sér smásagnasafnið Með stein í skónum síðastliðið sumar. Haraldur Jónsson þýðandi Hugmyndabókarinnar og Jón Lárusson þýðandi bókarinnar Vísindin að ríkidæmi munu einnig lesa upp og kynna þýðingar sínar. Jafnframt mun stórleikarinn Sigurður Skúlasaon lesa uppúr metsölubókinni Síðasti fyrirlesturinn. Svo munu trúbatrixurnar Myrra og Elíza bæta kvenlegu kryddi í blönduna og spila nokkur lög.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina